Þann 7. október síðastliðinn tilkynnti poppstjarnan Rihanna okkur það að von væri á hennar áttundu breiðskífu, "Anti", innan skamms tíma. Nú hefur þessi plata ekki enn komið út að fullu, en að einhverju leyti hefur hún vökvað jarðveginn með því að sýna okkur hvernig plötuumslagið lítur út.
Hún og þessi væntanlega plata hennar ber einmitt einhverja samnefnara með Dominos deild kvenna. Svosem, að bæði hefur hún, sem og Dominos deildin, sýnt fram á að vera einkar áhugaverðar. Rihanna með áhugaverðri persónusköpun, söng og tónlist sinni, en Dominos deildin með hæfileikaríkum leikmönnum og spennu frá uppkasti fyrsta leik, allt fram til síðustu mínútu síðasta leiks. Grínlaust, þá efumst við að nokkur deild í hinum vestræna heimi hafi verið jafn jöfn og Dominos deild kvenna á Íslandi var í fyrra.
Það er heldur ekki bara það, líka það, að yrkisefni laga söngkonunnar knáu, finnst okkur passa vel við sum lið deildarinnar. Því ekki úr vegi að para þessa hluti saman? Afhverju ekki?
Hér að neðan eru Rihanna lög hvers liðs Dominos deildar kvenna fyrir tímabilið 2015/2016.
Hér má sjá hvernig við mátum Dominos deild karla fyrir tímabilið 2015/2016 með lögum Drake.
Haukar
Lag: We Found Love
Texti: “Yellow diamonds in the light / Now we´re standing side by side”
Fyrir þetta tímabil ákvað, umdeilanlega, besti leikmaður Íslands fyrr og síðar að snúa aftur heim eftir sigursælan háskólaferil í Bandaríkjunum og atvinnumannaferil sem fylgdi í kjölfarið. Það var ekki bara heim á klakann sem hún ákvað að snúa aftur, heldur, nákvæmlega heim, heim í Hauka. Haukar, sem fyrir voru með frambærilegt lið yngri og eldri leikmanna í deild þeirra bestu hér heima því illviðráðanlegir (ætli hvaða lið sem er hefði ekki orðið það með Helenu innanborðs) Til að bæta svörtu ofan á grátt (fyrir hin liðin) ákvað einhver besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, Pálína Gunnlaugsdóttir, einnig að snúa heim (þó ferðin væri styttri) með Helenu til þess að mynda eitthvað það sterkasta lið sem deildin hefur séð. “We Found Love” hentar þeim vel, þær stöllur sjá loftljós Schenker hallarinnar glitra í gullpeningnum sem þær fá fyrir að slátra þessu að loknu tímabili í hvert skipti sem þær loka augunum og reyna á framtíðina, réttilega.
Valur
Lag: Rockstar 101
Texti: “Big city / Bright lights / Sleep all day / Up all night”
Nú skulum við ekki fara halda því fram að liðsmenn Vals sofi allan daginn vegna þess þær vaki alla nóttina. Á engan hátt myndum við vita nokkuð um það. Við hinsvegar vitum það að Valur er eina lið deildar þeirra bestu sem er einusinni nálægt því að vera með heimavöll staðsettan nálægt siðmenningu. Nánað tiltekið að Hlíðarenda, 101, Reykjavík. Þar af leiðandi er annað erfitt en að gera því í skóna að þarna fari rokkstjörnur deildarinnar, 101.
Hamar
Lag: SOS
Texti: “This time, please someone come and rescue me”
Hamarsstúlkur hafa oftar en ekki látið deildina hafa stórhættuleg lið. Liðið þeirra í ár fer, þó, að öllum líkindum ekki á þann lista. Það er hinsvegar aldrei að vita, Hamar gæti ákveðið að hleypa suðurlandsskjálftanum á einhver lið, á einhverjum leikdögum, í vetur. “SOS” gæti þó þýtt eitthvað ákkúrat annað þetta tímabilið, og, líklega. Því það þarf annaðhvort einhver að bjarga leikmönnum Hamars úr leikjum, eða jafnvel frá þeim náttúruhamförum sem plaga höfuðborg blómanna og ísins þetta tímabilið.
Snæfell
Lag: Bitch Better Have My Money
Texti: “Kamikaze if you think that you gon´ knock me off the top”
Stelpurnar hans Inga Þórs úr Hólminum eru ekkert grín. Tóku t.d. (lang) best mannaða lið síðasta tímabils í sundur í lokaúrslitum síðasta tímabils í 3 leikjum (þvert á spár málsmetandi manna/kvenna fyrir seríuna) Algjört vanmat þá, sem og, eru þær algjört vanmat (að manni finnst) núna. Virkilega vel mannað lið sem þær hafa núna og umgjörðin er flott hjá þeim. Furðulegt hvað það er talað mikið um Hauka í vetur miðað við það. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, segi þó, að peningurinn minn er á að bikarinn endi (aftur) í Hólminum. Kannski bara best sagt með orðum þjálfarans knáa, Rudy Tomjanovich, “Don't ever underestimate the heart of a champion!”.
Grindavík
Lag: No Love Allowed
Texti: “Hand in the air as he wave me goodbye / He said he care, but no tears in his eye”
Eins og staðan er, þá eru Grindavík og Haukar með einu liðin sem eru ósigruð eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Lagið hinsvegar, “No Love Allowed”, er fyrir alla þá leikmenn/þjálfara á kalíberi sem hafa spilað fyrir Grindavík síðustu árin, sem hafa ekki nennt að hafa fyrir því lengur en 1-2 tímabil að bíða eftir titil. Leikmannaveltan hefur verið gríðarleg, kannski alveg á pari sem slík. Nema hvað, þessir leikmenn hafa verið góðir. Einn daginn Grindavík, einn daginn.
Keflavík
Lag: Pon de Replay
Texti: “Run, run, run, run / Everybody move run”
Keflavík er fyrir kvennakörfubolta á Íslandi það sem að Los Angeles Lakers eru fyrir NBA deildina, Njarðvík eru fyrir Dominos deild karla eða Michael Shumacher var fyrir Formúlu 1. Hafa ekki síðan þær unnu fyrst (fyrir tæpum 30 árum) tekið fótinn af bensíngjöfinni og alltaf, alltaf, verið afl sem sem hræðast skal. Þetta tímabil þó, fyrir þær, einskonar tilraunastarfsemi. Tilraunastarfsemi að því leyti að ætla næstum einungis að nota leikmenn undir tvítugu (meðalaldur byrjunarliðsins er 19 ár) Með flottan nýjan þjálfara og hóp hæfileikaríkra ungra stelpna. Lagið sem slíkt vísar þó ekki til þessa. Frekar að, það, vísi til þess körfubolta sem Keflavík spilar þetta tímabilið. Hann er hættulega hraður, sem og, eru þær glæpsamlega góðar. Spurningin er ekki hvort, heldur hvænar þær verða komnar á þann stað að fara að vinna “back to back to back…” titla aftur. Þetta tímabil, líklega ekki þó, en hver veit, gefum því tíma.
Stjarnan
Lag: Stay
Texti: “I want you to stay, stay / I want you to stay, oooh”
Hver er ekki þakklátur fyrir Stjörnuna? Við vonum að þær verði í deildinni langt fram í framtíðina. Ekki bara fyrir það að hafa fengið Margréti Köru til að taka skóna fram aftur, hafa fengið Chelsie Schweers aftur til landsins eða leyft áhorfendum deildar þeirrar bestu fylgjast með Bryndísi í vetur, heldur einnig vegna þess að fólki í Garðabænum er ekki sama, það mætir á leiki. Gera þær atlögu í vor? Verður það næsta vor? Umgjörðin, stemmingin og liðið er til staðar. Við bíðum spennt… Umfram allt viljum við samt, að Stjarnan staldri við “Við viljum ykkur áfram, staldrið við / Við viljum að þið staldrið við, oooh”.