spot_img
HomeFréttirRiðlar Reykjanesmótsins klárast í dag

Riðlar Reykjanesmótsins klárast í dag

9:47

{mosimage}
(Friðrik Stefánsson tróð yfir Hauka í gær – gerir hann það líka við Grindvíkinga)

Í dag kemur í ljós hvaða lið leika til úrslita í Reykjanesmótinu á morgun, en úrslitaleikirnir fara fram á Ásvöllum. Í dag verður leiki í Garðabæ og Grindavík.

Í A riðli sem leikinn er í Grindavík, eigast Grindavík og Njarðvík við klukkan 16:00 og mun sigurvegarinn úr þeim leik leika til úrslita á morung en tapliðið leikur um þriðja sætið. Að þeim leik loknum eða klukkan 17:45 mætast svo Haukar og Reynir S í leik um hvort liðið leikur um fimmta sætið á morgun. 

B riðillinn hefst klukkan 14:00 í Ásgarði í Garðabæ með leik KR og Breiðabliks og klukkan 16:00 leika svo Keflavík og Stjarnan. Staðan í B riðli er hnífjöfn, öll liðin hafa unnið 1 leik og tapað 1. Sigri Blikar í dag leika þeir til úrslita á morgun en tapi þeir leikur sigurvegarinn úr leik Keflavíkur og Stjörnunnar til úrslita þar sem leikir KR telja með í mótinu en þar sem KR er gestalið má það ekki leika til úrslita í mótinu og því færast þau lið er verða neðan við KR í riðlinum upp um eitt sæti hvert. 

Hér má sjá stigaskor leikmanna úr fyrstu leikjunum. 

[email protected] 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -