spot_img
HomeFréttirRiðlakeppni lokið í forkeppni Ólympíuleikanna

Riðlakeppni lokið í forkeppni Ólympíuleikanna

20:27

{mosimage}

Yelena Leuchanka átti góðan leik fyrir Hvít Rússa í dag 

Riðlakeppni er nú lokið í forkeppni kvenna, fyrir Ólympíuleikanna sem fram fer á Spáni þessa dagana. Sjö þjóðir höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum í gær og voru það Hvít Rússar sem tryggðu sér það síðasta með sigri á Taiwan, 81-65. Önnur úrslit dagsins voru þau að Brasilía vann Spán 71-68, Lettland sigraði Japan 83-69 og Tékkland vann Angola 86-54.

Í 8 liða úrslitunum sem fara fram á föstudag mætast:
Brasilía og Hvíta Rússland
Kúba og Spánn
Tékkland og Japan
Lettland og Angola

Sigurvegararnir komast á Ólympíuleikana en tapliðin leika um síðasta lausa sætið.

[email protected]

Mynd: www.wnba.com

Fréttir
- Auglýsing -