spot_img
HomeFréttirRicky Rubio frá út tímabilið

Ricky Rubio frá út tímabilið

Undrabarnið og einn besti nýliðinn í NBA deildinni í vetur, Ricky Rubio, fékk högg á vinstra hné í leik gegn Lakers í fyrranótt og hefur verið úrskúrðaður frá það sem eftir lifir tímabils.  Læknar Minnesota hafa gefið það út að Rubio muni ekki ná Ólympíuleikunum í London í sumar heldur.  Þetta er gífurlegt áfall fyrir Minnesota sem hefur bundið miklar vonir við Rubio og þá sigra sem hann hefur fært félaginu, eitthvað sem lítið hefur verið af síðastliðin ár.  
Minnesota hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár og margir vilja meina að það sé að hluta til vegna ótrúlegrar óheppni í meiðslum.  Minnesota hefur verið ofarlega í nýliðavalinu síðastliðin ár og hefur hver nýliðinn á fætur öðrum þurft að eiga við erfið meiðsli.  Rashad McCants (2005), Randy Foye (2006), Corey Brewer (2007), Kevin Love (2008) og Jonny Flynn (2009) voru allir leikmenn Minnesota og lentu í erfiðum meiðslum á sínu fyrsta ári í deildinni.  
 
Forráðamenn MInnesota eru því líklegir til þess að leggja mikið á sig til þess að passa uppá hinn nýliðan í liðinu, Derrick Williams, sem hefur einnig þótt spila mjög vel í vetur.  
 
 
Fréttir
- Auglýsing -