spot_img
HomeFréttirRichardson skipt í fjórða skiptið í sumar

Richardson skipt í fjórða skiptið í sumar


17:21:49

Quentin Richardson hefur vonandi ekki verið búinn að taka uppúr töskunum eftir að hafa verið skipt til Minnesota á dögunum því að nú hefur hann verið sendur í blíðuna á Miami þar sem honum var skipt til Heat fyrir miðherjann Mark Blount.
Þetta er í fjórða sinn sem Richardson er skipt í sumar en hann fór frá New York til Memphis, þaðan til Minnesota og svo til Miami
Þar sem Blount er ekki mikill stjörnuleikmaður og Minnesota hafði í raum mikla þörf fyrir Richardson sem skotbakvörð, er nokkuð víst að annaðhvort munu Timberwolves skipta Blount áfram eða þeir sjá þessi skipti sem gott tækifæri til að eiga pláss undir launaþakinu næsta sumar.
Þetta er í raun fyrstu skiptin sem Miami gera til að bæta liðið í sumar, en stjarna liðsins, Dwayne Wade, hefur sagt að hann skrifi ekki undir nýjan samning við liðið nema hópurinn verði styrktur verulega.
Meðal annarra leikmannaskipta má geta þess að framherjinn Leon Powe samdi við Cleveland Cavaliers, en hann fór frá Boston Celtics þar sem samningur hans var útrunninn.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -