spot_img
HomeFréttirRichard Jefferson verður áfram í Texas

Richard Jefferson verður áfram í Texas

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Richard Jefferson skrifað undir fjögurra ára samning við San Antonio. Jefferson sem kom til San Antonio síðastliðið sumar átti afleitan vetur þar sem hann var aðeins með 12.3 stig í leik en það er hans lægsta meðaltal síðan hann var nýliði.
Jeffereson átti eitt ár eftir af samningi sínum við San Antonio fyrir sumarið og ákvað að segja honum upp. Kom það mörgum á óvart en hann átti að fá 15$ milljónir fyrir næsta vetur. Spilamennska hans í vetur bakkaði ekki upp það að hann fengi sig lausan í von um að fá stóran samning.
 
Þetta herbragð virðist hafa hentað honum sem og San Antonio en hann hefur gert nýjan samning til fjögurra ára að verðmæti tæplega 40$ milljónir. Það svigrúm sem hann gaf San Antonio að þiggja lægri laun á næsta ári gerði það að verkum að félagið gerði samninga við Tiago Splitter og Matt Bonner og greiðir félagið þeim þremur jafn mikið á næsta ári eins og Jefferson átti að fá næsta vetur ef hann hefði klárað samning sinn.
 
Einnig hafa margir reyndir leikmenn reynt að tryggja sér langtíma samning í sumar en það er líklegt að næsta sumar verði erfitt fyrir NBA-deildina en þá rennur út kjarasamningur milli leikmanna og liðanna og eins og staðan er núna er mjög langt á milli samningsaðila.
 
emil@karfan.is
 
Mynd: Launalækkun Jeffereson gerði San Antonio kleyft að semja við Tiago Splitter og Matt Bonner.
 
Fréttir
- Auglýsing -