spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaReynslumikill miðherji í Dalhús ,,Kemur með mikil gæði í liðið"

Reynslumikill miðherji í Dalhús ,,Kemur með mikil gæði í liðið”

Fjölnir hefur samið við Fotis Lampropoulos fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Fotis kom fyrst til Íslands fyrir fjórum tímabilum. Fyrsta tímabilið lék hann með Njarðvík, næstu tvö tímabil var hann hjá Þór í Þorlákshöfn, og síðast lék hann í 1. deildinni með Hamri.  Áður en hann kom til Íslands lék Fotis í nokkrum af bestu deildum Evrópu, þar á meðal á Spáni og í heimalandi sínu, Grikklandi.

Baldur Már Stefánsson þjálfari Fjölnis í tilkynningu með félagaskiptunum: ,,Fotis kemur með mikil gæði í liðið, hefur reynslu af því að spila á hæsta stigi og reyndist okkur erfiður í fyrra.  Það er því alveg frábært að fá hann til liðs við okkur. Það fer einstaklega gott orð af honum sem liðsfélaga og ég er viss um að hann er góð viðbót í okkar sterka hóp.’’


Fotis:  „Ég er mjög spenntur fyrir þessu nýja verkefni með Fjölni og ánægður að fá að kynnast nýjum liðsfélögum.  Mér líst mjög vel á umgjörðina, liðið, stefnuna og þjálfarann og það stefnir í spennandi tímabil.“  

Fréttir
- Auglýsing -