spot_img
HomeFréttirReynsla komin í hóp okkar

Reynsla komin í hóp okkar

Hin eldsnöggi bakvörður, Logi Gunnarsson endurnýjaði samning sinn við Njarðvíkinga í dag og mun hann því koma til með að spila með þeim á næsta ári. Samningurinn er hinsvegar þannig gerður að ef tilboð að utan berst til Loga mun hann getur hann fengið lausn undan Njarðvíkingum án nokkurs fyrirvara.

„Já ég hef ákveðið að vera áfram í Njarðvík. Stefnan er hinsvegar hjá mér að reyna að komast út og nýta þessi bestu ár sem ég á eftir í atvinnumennskunni. En það á allt eftir að koma í ljós þar sem mínir umboðsmenn eru að vinna í þeim málum.“

Hverju má búast við á næsta tímabili í Njarðvík

„Njarðvík er engu öðru vant en að fara í öll mót til að vinna þó svo að síðasti vetur hjá okkur hafi verið svo lítið horaður. Bikarskápur okkar, þó þétt setin sé er alltaf svangur og við komum til með að vilja fæða þann skáp. Þannig að við stefnum á titla. “

Gríðarlegur liðsstyrkur að bætast í Njarðvíkurnar, mun þitt hlutverk í liðinu breytast mikið ?

„Nei það held ég ekki. Ég hef alltaf haft sama hlutverk síðan ég byrjaði með Njarðvík. Hinsvegar er vopnabúr okkar beyttara en í fyrra og mikil reynsla komin í hópinn.“

Sögusagnir flugu hátt á síðastliðnum dögum að lið KR hafi verið að bera víur sínar í starfskrafta þína. Er eitthvað til í því ?

„Nei það er kolrangt þeir hafa ekkert haft samband við mig. Það voru hinsvegar önnur lið sem höfðu samband við mig en KR var ekki eitt af þeim liðum.“

Fréttir
- Auglýsing -