Umræða hefur skapast um það hvort tímabilið sé of langt í NBA og leikirnir allt of margir. Lebron James og Dirk Nowitski hafa komið fram og sagt að þeir vilji að tímabilið sé stytt. Svo hafa menn eins og Michael Jordan komið fram og þannig séð sagt þeim að hætta þessu væli. Í gær var svo prófuð ein útfærslan en hún gengur út á það að minnka hvern fjórðung um 1 mínútu og er þá hver fjórðungur aðeins 11 mínútur í stað 12.
Brooklyn Nets og Boston Celtics tóku það að sér að prufu keyra þetta nýja kerfi og flestir voru á því að þetta breytti litlu. “Ég tók eftir þessu þegar ég var að skipta inná í byrjun leikhlutanna. Mér fannst flæðið aðeins betra í öðrum og fjórða leikhluta líka aðeins betra í leiknum en ég veit svo sem ekki hversu mikil áhrif þetta hafði á leikinn í heild sinni.” sagði Brad Stevens þjálfari Celtics eftir leikinn.
“Mér fannst ekki vera neinn munur á þessu. Mér fannst þetta bara vera eins og venjulega.” sagði Joe Johnson leikmaður Nets eftir leik.
Þess má geta að Celtics unnu leikinn 95:90



