spot_img
HomeFréttirReynir Sandgerði í undanúrslit 2.d eftir sigur á ÍG

Reynir Sandgerði í undanúrslit 2.d eftir sigur á ÍG

Átta liða úrslitin í 2 deildinni hófust sl. föstudagskvöld með leik Reynis gegn liði ÍG sem átti titil að verja eftir að hafa unnið 2 deildina í fyrra.
 
Leikurinn hófst með stórleik Hilmars hjá ÍG sem var sá eini sem komst á blað hjá gestunum fyrstu sjö mínúturnar. Staðan var þarna 7-14 fyrir Hilmar (ÍG). ÍG hafði síðan betur eftir fyrsta fjórðung 11-19. Eitthvað voru menn yfirspenntir þessar fyrstu tíu mínútur því vítin hjá Reyni voru 6 af 11 og hjá ÍG 0 af 4. 
 
Í öðrum leikhluta snerist leikurinn alveg við en nú voru heimamenn í Reyni að setja stóru skotin og var þar mesti umsnúningurinn þegar Rúnar og Eðvald smelltu 3 þristum í röð án þess að ÍG næði að svara. 
 
Staðan breyttist úr 16-24 í 25-24 fyrir Reyni.Þar með náðu Reynismenn frumkvæðinu og fóru síðan til búningsklefa í hálfleik með fimm stiga forskot 33-28. Það sem munaði mestu var að Egill og Eðvald voru sjóðheitir á þessum mínútum. 
 
Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri með stóru áhlaupi hjá gestunum sem skoruðu á fyrstu fimm mínútunum 16 stig gegn aðeins 4 stigum heimamanna og voru komnir með forustu 37-44. Reynismenn áttu næstu mínúturnar og með mikilli baráttu komu þeir muninum niður í tvö stig (50-52) fyrir lokamínúturnar. 
 
Fjórði leikhluti byrjaði síðan betur fyrir heimamenn sem voru komnir í sjö stiga mun (63-56) þegar aðeins tæpar fjórar mínútur eftir. Hafi einhver haldið að þar með væru heimamenn að klára leikinn þá var það ekki ætlun gestanna að gefast upp og með mikilli baráttu náðu þeir að koma til baka og jafna leikinn í 63-63 með aðeins tvær mínútur eftir. 
 
Lokamínúturnar fóru síðan að mestu fram á vítalínunni og voru það síðan heimamenn í Reyni sem uppskáru sigur 68-64 í sveiflukendum og spennandi leik. 
 
Þar með eru Reynismenn komnir í undanúrslit. 
 
Tölfræði Reynis 
Hlynur Jónsson Alfreð Elíasson 6 stig , 4/9 vítum , 3 villur Kristján Þór Smárason Rúnar Ágúst Pálsson 18 stig , 6/7 vítum , 3 villur , 2 þristar. Óli Geir 15 stig , 4/7 vítum , 2 villur , 1 þrist Hinrik Albertsson 2 stig , 2 villur Eðvald Ómarsson 14 stig , 2 villur , 4 þristar Elvar Þór Sigurjonsson 3 stig , 1/2 vítum , 2 villur Halldór Theodórsson Egill Birgisson 10 stig , 4 villur 
 
Tölfræði ÍG 
Hilmar 25 stig, 2/5 vítum ,1 þristur Eggert 10 stig, 0/2 vítum, 2 þristar Marteinn 7 stig, 1/2 vítum Haukur 7 stig, 1 þrist Sigurður 6 stig Almar 4 stig Haraldur 4 stig, 1/2 vítum , 1 þrist Kjartan 1 stig, 1/4 vítum
 
Umfjöllun: Sveinn Hans Gíslason
 
 
Önnur úrslit úr 8-liða úrslitum 2. deildar:
Leiknir R – Afturelding 79-69
Ármann – KV 87-63
 
Fréttir
- Auglýsing -