14:58
{mosimage}
Lið Reykjavíkur tók þátt í Alþjóðaleikum ungmenna sem fram fóru í Aþenu á dögunum og endaði liðið í öðru sæti í sínum riðli en efsta liðið komst áfram.
Liðið var í riðli með Piraes frá Grikklandi, Marion IN frá Bandaríkjunum og Kecskement frá Ungverjalandi. Íslenska liði hóf mótið á sigri á Grikkjunum 42-31. Næsti leikur var geng ungverska liðinu, en þetta er einmitt félagið sem Jakob Örn Sigurðarson lék með í Ungverjalandi. Ungverjarnir sigruðu 48-43 eftir að lið Reykjavíkur hafði komist í 15-0 í upphafi leiks. Lokaleikurinn var svo gegn bandaríska liðinu og vannst hann 49-47 þar sem íslenska liðið skoraði nánast flautukörfu.
Það voru heimamenn frá Aþenu sem unnu mótið eftir úrslita leik við Seoul frá Suður Kóreu.
Íslensku leikmennirnir sem tóku þátt í mótinu voru:
Arthúr Ross Möller, Fjölni
Daníel Capaul, ÍR
Darri Freyr Atlason, KR
Martin Hermannsson, KR
Matthías Orri Sigurðarson, KR
Róbert Sigurðsson, Fjölni
Snæþór Helgi Bjarnason, ÍR
Þorgrímur Kári Emilsson, ÍR
Þjálfari var Gunnar Sverrisson.