spot_img
HomeFréttirReykjavíkurúrval: 1994 stelpur á leið til Köben

Reykjavíkurúrval: 1994 stelpur á leið til Köben

19:00

{mosimage}

Reykjavíkurborg (ÍBR/ÍTR) mun senda hóp af ungu íþróttafólki til Kaupmannahafnar til að taka þátt í íþróttakeppni á milli vinabæja Reykjavíkur á Norðurlöndunum. Samkvæmt heimildum pistlahöfundar þá verður í þetta sinn keppt í strákafótbolta, frjálsum og körfuknattleik stúlkna. 

Sú góðkunna körfuknattleikskona Hanna Kjartansdóttir heldur utan um körfuknattleiksliðið. Hanna hefur komið víða við á ferlinum og leikið m.a. með Haukum, Keflavík, Breiðablik, KR, ÍS og Val. Auk þess hefur hún leikið í Danmörku og Bandaríkjunum. Auk þess mun Elínborg Guðnadóttir vera með í för og aðstoða liðið.

Liðið fer út 26. maí og kemur heim 30. maí og eru eftirfarandi leikmenn í liðinu:

Bergþóra Tómasdóttir                172 cm.           Fjölnir

Björg Ingólfsdóttir                     172 cm.           Valur

Elín Lára Reynisdóttir               174 cm.           KR

Ingibjörg Kjartansdóttir             180 cm.           Valur

Ingunn Erla Kristjánsdóttir        175 cm.           KR

Katrín Helga Ágústdóttir           172 cm.           KR

Ragnheiður Benónisdóttir          186 cm.           Ármann

Sara Diljá Sigurðardóttir            182 cm.           Fjölnir

Selma Skúladóttir                      172 cm.           Fjölnir

Sólrún Rós Eiríksdóttir              174 cm.           KR

Þrátt fyrir ungan aldur þá er þetta hávaxið lið. Flestar stelpurnar hafa æft lengi, þær eru mjög áhugasamar um sína íþrótt og þær hafa allar farið erlendis að keppa eða til þess að fara í æfingarbúðir.

Þetta er lofsvert framtak hjá Reykjavíkurborg og það mun hjálpa við að koma kvennakörfunni í Reykjavík á hærri stall. Samkvæmt heimildum karfan.is eru nokkrar líkur á því að Reykjavíkurborg muni senda 1995-stelpulið í þetta verkefni árið 2009.

{mosimage}

Hin efnilega Ingibjörg Kjartansdóttir er í liðinu

Mynd: Stefanía Bergljót Stefánsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -