spot_img
HomeFréttirReykjavíkurslagur á Karfan.is snappinu

Reykjavíkurslagur á Karfan.is snappinu

Í kvöld klukkan 17:00 fer fram undanúrslitaviðureign Vals og KR í Maltbikar karla. Liðin eru í sitthvorri deildinni og hafa því ekki leikið mótsleik í nokkurn tíma en mikill rígur hefur verið milli félaganna í gegnum árin.

 

Líkt og alltaf þegar nágrannalið mætast er von á gríðarlegum fjölda af stuðningmönnum beggja félaga og ætla bæði lið að vera með mikið húllum hæ fyrir leikinn.

 

Til að fanga stemmninguna og auka viðfang leiksins hafa stuðningsmenn beggja liða samþykkt að taka yfir snapchat reikning Karfan.is í dag. Þar munu þeir sýna stemmninguna og undirbúning beggja liða og stuðningsmanna þeirra. Margrét Ósk Einarsdóttir og Hallveig Jónsdóttir valsarar og KRingurinn Gunnar Steinn Gunnarsson verða fulltrúar sinna liða. 

 

Nú er ekkert annað í stöðunni en að bæta við Karfan.is á snapchat og fylgjast með þessari veislu sem framundan er. Karfan.is mun vera virkt á reikningnum um helgina og von er á fleiri stuðningsmönnum á snappinu næstu daga. 

Fréttir
- Auglýsing -