spot_img
HomeFréttirReykjavíkurborg fjarlægir körfuboltavelli

Reykjavíkurborg fjarlægir körfuboltavelli

Körfur af körfuboltavelli við Seljaskóla í Breiðholti hafa verið fjarlægðar í dag laugardaginn 17. júní. Var það íbúi hverfissins Einar Guttormsson sem vakti athygli á því í hóp hverfissins á samfélagsmiðlinum Facebook.

Þar segir Einar að annað árið í röð séu þessar körfur teknar í burtu og að samkvæmt því sem starfsmenn borgarinnarn sögðu honum væri það vegna þess að nágrannar hefðu kvartað yfir hávaða af vellinum. Færslu Einars er hægt að sjá hér fyrir neðan, en í henni segir hann ennfrekar að hann sé sá íbúi sem búi hvað næst vellinum og hann hafi þegar hann flutti í hverfið fyrir yfir 20 árum gert sér grein fyrir að krakkar myndu leika sér á skólalóðinni.

Færsla Einars:

Sjaldan hef ég orðið vitni að annari eins vitleysu!

Nú er verið að fjarlægja körfuboltakörfurnar við Seljaskóla annað sumarið í röð! Þegar ég talaði við strákana sem voru að fjarlægja þær þá sögðu þeir að vegna kvartana nágranna hefði borgin ákveðið að taka þær niður!

Ætli ég sé ekki sá sem bý næst körfuboltavellinum en þegar ég flutti hingað fyrir rúmum 20 árum þá vissi ég nákvæmlega hvað það þýddi að búa við hliðin á skólalóð. Líf og fjör, hróp og gleði! En nú á að koma í veg fyrir það! Það er semsagt ekki ætlast til að krakkar leiki sér úti á sumrin!

Það er líka eitthvað táknrænt við það að taka körfurnar niður á 17.júni þegar allir eiga að vera úti að gleðjast sumrinu en staðin er kannski best að allir sitji heim í símanum sínum og láti aðra sjá um fagnaðarlætin langt frá öllum öðrum!

Fréttir
- Auglýsing -