spot_img
HomeFréttirReykjanesbær iðar af efnilegum körfuboltakrökkum

Reykjanesbær iðar af efnilegum körfuboltakrökkum

Hið árlega Nettómót í Reykjanesbæ hófst í morgun en mótið er jafnan það stærsta sinnar tegundar ár hvert þar sem yngstu iðkendur íþróttarinnar koma saman í risavaxinni helgi þar sem nóg er af körfubolta og öðrum skemmtilegum hlutum. 

Allstaðar þar sem hægt er að drippla körfubolta í sveitarfélaginu verða ungir iðkendur mættir til leiks og nokkuð víst að það verður síðan mikið fjör á kvöldvökunni í kvöld. 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu þess.

Fréttir
- Auglýsing -