spot_img
HomeFréttirReykjanes Cup: Snæfell og Njarðvík sigruðu

Reykjanes Cup: Snæfell og Njarðvík sigruðu


Páll Kristinsson aftur komin í Njarðvík
Reykjanes Cup mótið hófst í kvöld í Ljónagryfjunni með 2 leikjum. Grindavík og Snæfell áttust annars vegar við þar sem að Ingi Þór Steinþórsson stýrði sínu liði til sigurs í sínum fyrsta leik. 86-79 var lokastaða þess leiks þar sem Jón Ólafur Jónsson fór á kostum og skoraði 28 stig ásamt því að taka skot kvöldsins frá miðju þegar rúm mínúta var til hálfleiks. Þorleifur Ólafsson var með 18 stig fyrir Grindavík og Páll Axel næstur honum með 17.

Í seinni leik kvöldsins voru það heimamenn í Njarðvík og gestir þeirra úr Keflavíkinni sem áttust við í baráttuleik. Njarðvíkingar höfðu sigur 89-78 þar sem að nýju menn þeirra Njarðvíkinga voru atkvæðamestir en það voru Guðmundur Jónsson (15 Stig) og svo Páll Kristinsson og Jóhann Ólafsson  honum næstir (14 stig hvor).  Hjá Keflavík var Hörður Axel með 26 stig.

Fréttir
- Auglýsing -