spot_img
HomeFréttirReykjanes Cup Invitational og hraðmót í Njarðvík í kvöld

Reykjanes Cup Invitational og hraðmót í Njarðvík í kvöld

12:02
{mosimage}

Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í Reykjanes Cup Invitational mótinu í karlaflokki. Að þessu sinni er leikið í Röstinni í Grindavík þar sem mætast Grindavík og Breiðablik kl. 19:00 og svo Njarðvík og Stjarnan kl. 20:45.

Tveir leikir fóru fram á Reykjanes Cup í gær þar sem Njarðvík lagði granna sína úr Keflavík 89-78 og Snæfell hafði betur gegn Grindavík 86-79.

Þá fer fram kvennahraðmót UMFN og Kosts í Ljónagryfjunni og hefst mótið á viðureign Njarðvíkinga og U 18 ára landsliðsins. kl. 17:00. Síðasti leikur í hraðmótinu fer svo fram kl. 20:45 í kvöld þar sem eigast við Njarðvík og Grindavík. Sjá leikjaröðun á mynd hér að neðan.

{mosimage}

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -