13:51
{mosimage}
Í kvöld hefur göngu sína Reykjanes Cup Inviational mótið í meistaraflokki karla sem eins og gefur að skilja fer fram á Reykjanesi. Liðin sem skráð eru til leiks eru Njarðvík, Keflavík, Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Breiðablik. Upphaflega voru Íslandsmeistarar KR skráðir til leiks en samkvæmt heimildum Karfan.is hafa Blikar tekið sæti KR á mótinu. Mótið í kvöld hefst á tveimur leikjum og er fyrri viðureign kvöldsins slagur Snæfell og Grindavíkur sem hefst kl. 19:00 og þar strax á eftir eða kl. 20:45 mætast Njarðvík og Keflavík. Í kvöld er leikið í Ljónagryfjunni í Njarðvík og fara báðir leikirnir þar fram.



