spot_img
HomeFréttirReyana Colson til KR

Reyana Colson til KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur komist að samkomulagi við hina bandaríska Reyönu Colson um að spila með liðinu á komandi tímabili. Colson er um það bil 168 sm á hæð og leikur stöðu leikstjórnanda.

 
Hlaut hún fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína á sínu síðasta ári og var þar á meðal valin í fyrsta úrvalslið (First team All-American) í annarri deild háskólaboltans af öllum miðlum sem völdu slíkt lið Lauk hún leik með 21.4 stig, 6.4 fráköst, 4.7 stoðsendingar og 2.8 stolna bolta. Að auki var stúlkan valin á lista yfir bestu námsmenn í háskólaboltanum (Academic All American) sem verður að teljast glæsilegur árangur.
 
 
Þykir Colson vera mjög kvikur og baráttuglaður leikstjórnandi og stýrði hún skóla sínum, Cal Poly Pomona alla leið í átta liða úrslit annarrar deildar í lok síðastu leiktíðar.
 
Hér má sjá myndband af leikmanninum.
 
Fréttatilkynning frá KR
 
 
Fréttir
- Auglýsing -