spot_img
HomeFréttirRétt fyrir leik: Aníta ekki með Njarðvík

Rétt fyrir leik: Aníta ekki með Njarðvík

Nú eftir stutta stund hefst 20. umferðin í Domino´s deild kvenna. Hér að neðan sjáum við stutt tíðindi af flestum liðunum fyrir leiki kvöldsins.
 
 
Domino´s deild kvenna í kvöld:
 
KR – Keflavík
Njarðvík – Grindavík
Hamar – Valur
Snæfell – Haukar
 
Njarðvík: Aníta Carter verður ekki með sökum meiðsla í kálfa og þá verður Sara Dögg í búning en hún hefur verið að vesenast með meiðslu undanfarna daga.
 
Grindavík: Flestir heilir í herbúðum Grindavíkur en Pálína er spurningamerki þó hún hafi spilað rúmlega 30 mínútur í síðasta leik. Marín Rós hefur verið að glíma við álagsmeisðli en ætti að vera klár í kvöld. Katrín Ösp Eyberg sem og Helga Hallgríms hafa verið að glíma við pestina en við látum Jón Halldór þjálfara Grindavíkur um að botna þessa stöðuuppfærslu á Grindavíkurliðinu: „Eins og einhverstaðar stendur þá er það bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu tilbúin til að spila!“
 
Valur: Valskonur í góðum gír skv. Ágústi þjálfara en rétt eins og í síðustu leikjum verða þær án Kristrúnar Sigurjónsdóttur sem hefur verið að glíma við bakmeiðsli.
 
KR: Allir með nema Bergdís Ragnarsdóttir er enn fjarverandi sökum meiðsla.
 
Haukar: Allar Haukakonur í góðu standi skv. Bjarna þjálfara. Lele Hardy var þó ekki með í Stjörnuleik kvenna á dögunum sökum meiðsla en Haukar tefla henni fram í kvöld og vonast til að hún geti beitt sér að fullu.
 
Keflavík:
 
Hamar:
 
Snæfell:
  
Fréttir
- Auglýsing -