spot_img
HomeFréttirReili Richardson semur við Breiðablik - Fyrrum unglingalandsliðskona Bandaríkjanna í Kópavoginn

Reili Richardson semur við Breiðablik – Fyrrum unglingalandsliðskona Bandaríkjanna í Kópavoginn

Breiðablik hefur samið við hina bandarísku Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild kvenna. Reili er 23 ára bakvörður sem kemur til liðsins frá liði Grengewald Hostert í Lúxemborg. Þar skilaði hún 19 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þar áður lék hún fyrir Arizona State Sundevils í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún á enn met yfir stoðsendingar. Þá var hún einnig á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Bandaríkjanna, U19 og U18, þar sem meðal annars hún vann silfur á heimsmeistaramóti 2017.

Tilkynning:

Breiðablik hefur samið við Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi tímabili. Reili er 23 ára bakvörður sem er á sínu öðru ári í atvinnumennsku í Evrópu en á síðasta tímabili spilaði hún með Grengewald Hostert í Luxemborg, þar sem hún var með 19.2 stig, 5.8 fráköst og 2.7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Áður en Reili hélt í atvinnumennsku lék hún með sterku liði Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og er stoðsendingahæsti leikmaður ASU í sögunni, kvenna og karla.

Fréttir
- Auglýsing -