spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaReglum um erlenda leikmenn í Subway deildunum breytt fyrir næsta tímabil

Reglum um erlenda leikmenn í Subway deildunum breytt fyrir næsta tímabil

Reglum um erlenda leikmenn í Subway deildum karla og kvenna verður samkvæmt heimildum Körfunnar breytt fyrir komandi tímabil. Þær reglur sem í gildi eru, þar sem að aðeins einn utan Evrópu og engar takmarkanir eru á evrópskum leikmönnum verða lagðar af.

Meirihluti stjórnar KKÍ hefur samþykkt tillögu vinnunefndar stjórnarinnar þar sem að lagt er til að tveir evrópskir leikmenn (Bosman A) og einn leikmaður utan Evrópu verða heimilir á vellinum á sama tíma. Einnig verður heimilt að vera með þrjá evrópska á vellinum á sama tíma þar sem gert er ráð fyrir að reglan sé þannig að það séu alltaf tveir íslenskir leikmenn á vellinum og aðeins þrír erlendir, 3+2, með þó þeirri takmörkun að aðeins einn utan Evrópu má spila fyrir lið í einu.

Þriggja ára búsetureglan mun gilda áfram, þar sem að þeir leikmenn sem hafa verið á landinu í þann tíma og verið á staðgreiðsluskrá geta áfram mögulega talist til íslenskra leikmanna.

Samkvæmt heimildum er ekki gert ráð fyrir að reglur í fyrstu og öðrum neðri deildum breytist.

Gert er ráð fyrir að endanleg reglugerð líti dagsins ljós 5. maí og mun hún taka gildi fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt heimildum mun stjórn KKÍ vera að koma til móts við vilja 11 af 14 félögum Subway deildanna sem sendu inn tillögu að breytingu á reglum í mars, en þriggja manna vinnunefnd sem unnið hefur að málinu var skipuð í febrúar.

Fréttir
- Auglýsing -