spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaRegína og Helgi: Hvaða lið eru að standa sig í 1. deild...

Regína og Helgi: Hvaða lið eru að standa sig í 1. deild kvenna?

Í fyrsta hlaðvarpi okkar um 1. deild kvenna tímabilið 2018-2019 förum við yfir öll liðin í deildinni og hvað öll lið hafa til brunns að bera. Við byrjum á botninum með Hamri, fikrum okkur upp töfluna og ræðum ÍR, fögnum endurreistu liði Tindastóls og hve erfitt sé að halda úti liði á Akureyri.

Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík eru mjög ólík í ár en sitja hlið við hlið í öðru og þriðja sæti og við spáum fyrir hvað mun gerast hjá þessum tveimur liðum á næstunni. Topplið Fjölnis er seinast á listanum okkar og við veltum fyrir okkur hve erfitt það gæti reynst fyrir þær að hafa misst sinn besta leikmann. Að lokum tölum við um óvænt úrslit og leiki hingað til og spáum síðan fyrir um næstu leiki í deildinni. Við stefnum síðan á að taka upp annan þátt um 1. deild kvenna í janúar! Njótið vel!

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson og Regína Ösp Guðmundsdóttir

00:00:30 – Podcastið kynnt og Malt & Appelsín rætt
00:02:25 – Hamar í botnsætinu, samt með fínan hóp. Hvað vantar?
00:10:45 – ÍR eru að ströggla í sókninni, enda bara með tvo sigra.
00:17:30 – Tindastóll kvennamegin endurreist
00:23:35 – Þór Akureyri eru þvílíkir naglar en hafa varla spilað leik
00:32:10 – Njarðvík er rosa ungt lið, en þær eru öflugar.
00:38:10 – Grindavík; gamlir og góðir stólpar komnir aftur
00:43:40 – Fjölnir með sterkt lið en hafa misst besta leikmanninn sinn
00:49:30 – Óvænt úrslit í deildinni hingað til
00:53:20 – Tölfræði-nördaskapur í Helga og spár um breytingar í deildinni
00:57:30 – Spár um næstu 5 leiki í deildinni (fram til 5. janúar)
01:11:05 – Hugsanleg veðmál og hvað gæti gerst þangað til í næsta þætti

Fréttir
- Auglýsing -