spot_img
HomeFréttirReed til liðs við Þór Akureyri

Reed til liðs við Þór Akureyri

09:53
{mosimage}

(Robert Reed)

Þór Akureyri hefur fengið til liðs við sig miðherjann Robert Reed frá Englandi en hann er 210 sm hár og mun skila stöðu miðherja hjá Þór. Reed mun leika sinn fyrsta leik annað kvöld þegar Þór tekur á móti Stjörnunni. Frá þessu er greint á www.thorsport.is  

Reed útskrifaðist frá Rider háskólanum í Bandaríkjunum árið 2003 (7.8 stig, 6.8 frák.) og hefur síðan leikið víða um Evrópu í efstu deildum, þar á meðal í Finnlandi (11 stig, 7.9 frák.), Ungverjalandi (11.3 stig, 11 frák.), Englandi (10.3 stig, 6.9 frák.) og í N1 deildinni í Frakklandi (12.1 stig, 9.9 frák.) Á þessu tímabili lék hann með Mazzaron Basket í EBA deildinni á Spáni og kemur beint þaðan.   

Aðspurður sagði Hrafn Kristjánsson að Robert kæmi vonandi til með að binda saman varnarleik liðsins, sem oft á tíðum hafi brugðist liðinu á ögurstundu það sem af er tímabilinu. ,,Þetta er stór strákur sem leikur með hjartanu hverja sekúndu sem hann er inni á vellinum. Honum er ekki ætlað að gjörbylta skipulagi okkar sóknarlega en ætti að gefa okkur meiri grimmd varnarmegin. Það er vonandi að hann færi okkur þennan alræmda herslumun sem okkur hefur vantað í mörgum leikja okkar gegn sterkari liðum deildarinnar,” sagði Hrafn í samtali við www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -