Leikmennirnir Rebekka Rán Karlsdóttir og Hugrún Eva Valdimarsdóttir hafa framlengt samningum sínum við Dominosdeildarlið Snæfells í Stykkishólmi og munu þær því báðar leika með liðinu á komandi leiktíð. Á dögunum skrifuðu einnig þær Berglind Gunnarsdóttir, Sara Diljá Sigurðardóttir og Andrea Björt Ólafsdóttir undir samninga hjá liðinu.