spot_img
HomeFréttirReal Madrid kláraði Valencia

Real Madrid kláraði Valencia

Real Madrid tryggði sig í úrslit í spænsku deildinni í kvöld með sigri á liði Valencia í fjórða leik liðana. 84:90 varð lokastaða kvöldsins en leikið var í Valencia.  Lið Valencia hafði komið flestum á óvart með því að stela sigri í Madrid í öðrum leik liðana.  Valencia voru svo hársbreidd frá því að sigra í þriðja leik liðana þegar Luke Harangody (Notre Dame) setti niður þrist á loka sekúndu venjulegs leiktíma en var samkvæmt myndbandsupptökum aðeins of seinn að sleppa boltanum. 

 

Real Madrid eru því komnir í úrslit enn eitt árið og freista þess að ná titlinum tilbaka frá núverandi meisturum Barcelona sem etja kappi við eins og flestir vita Malaga þessa dagana. 

Fréttir
- Auglýsing -