spot_img
HomeFréttirRaymond Felton fer í byssuleik

Raymond Felton fer í byssuleik

Bandarískir atvinnuíþróttamenn og skotvopn, einhverra hluta vegna virðast alltaf eiga einhverja samleið, og leikmenn NBA deildarinnar þar engin undantekning. Delonte var eitt sinn stöðvaður á mótorhjólinu sínu með bakpoka fullan af skotvopnum, Celtics goðsögnin Bill Russell mætti með skammbyssu á flugvöll í Seattle og hver man ekki eftir því þegar Gilbert Arenas mætti í búningsklefa Wizards með allt byssusafnið sitt til að ógna öðrum leikmanni liðsins.
 
New York borg er með hvað hörðustu reglurnar um skotvopn og var Felton gripinn glóðvolgur stuttu eftir tap Knicks gegn Mavericks í Madison Square Garden. Hann mun mæta fyrir rétti í dag en þessu broti gæti fylgt fangelsisdómur.
 
New York sárvantar almennilegan leikstjórnanda svo þetta mál mun vissulega ekki hjálpa til.
 
Þetta gerðist líka í leiknum. Eðlilegt?
 
Fréttir
- Auglýsing -