spot_img
HomeFréttirRannveig Ólafsdóttir: Höfðum gaman af þessu

Rannveig Ólafsdóttir: Höfðum gaman af þessu

07:41

{mosimage}

Rannveig Ólafsdóttir lék mjög vel í gær er íslensku 16 ára stúlkurnar unnu góðan sigur á Noregi, 60-47. Rannveigu tókst að stýra hraðanum í leiknum og það var, ásamt sterkri liðsvörn, það sem skildi liðin að í lokin. Karfan.is heyrði í Rannveigu að leik loknum.

  Rannveig, flottur leikur hjá ykkur og góður sigur í hús. Hvernig leið þér í leiknum?

Þetta var bara geðveikt, ég var smá stressuð samt.

 
Þú stjórnaðir íslenska liðinu af miklu öryggi sem og hraðanum í leiknum. Er það lykillinn að góðum úrslitum fyrir ykkur?

Já, það er mikið betra þegar maður nær að stjórna hraðanum því þá hefur maður stjórn á leiknum.

 
Þið lékuð frábæra vörn í fjórða leikhluta, hvað viltu segja okkur um það?

Ég veit það ekki, við bara höfðum hátt og höfðum gaman af þessu líka, það er eiginlega aðalmálið.

 
Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -