spot_img
HomeFréttirRándýrt ritaraborð í Iðu

Rándýrt ritaraborð í Iðu

Ritaraborðið í leik FSu og Tindastóls í lokaumferð Domino's-deildar karla í kvöld var af dýrari gerðinni. Það skipuðu meðal annarra þeir Chris Caird, Hlynur Hreinsson og Ari Gylfason, allir máttarstólpar í liði FSu í vetur. 

Leikmennirnir heltust hins vegar allir úr lestinni vegna meiðsla og munaði um minna hjá FSu sem féll úr deildinni. Kapparnir stóðu sig vel sem starfsmenn leiksins í kvöld en myndin rammar nokkuð vel inn ógæfu FSu liðsins í vetur. 

FSu tók á móti Tindastól í kvöld og mátti fella sig við 82-114 ósigur í Iðu.

Meðfylgjandi mynd tók Guðmundur Karl Sigurdórsson hjá sunnlenska.is 

Fréttir
- Auglýsing -