Risavaxinn leikur fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Skallagrím í Domino´s deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Grafarvogi en þarna mætast botnlið deildarinnar í leik sem getur skilið á milli feigs og ófeigs þegar upp verður staðið í lok deildarkeppninnar.
Bæði lið hafa 6 stig á botni deildarinnar en Fjölnir vann fyrri viðureign liðanna á tímabilinu 110-113 eftir framlengdan naglbít. Til að ná innbyrðisviðureigninni þarf Skallagrímur amk. á fjögurra stiga sigri að halda í kvöld. Sigurlið kvöldsins mun skilja hitt ásamt ÍR eftir á botni deildarinnar í þessari umferð.
Það er ráð að mæta tímanlega í Dalhús en okkur segir svo hugur að þar verði bekkirnir þétt setnir enda gríðarmikið í húfi.
Þá eru einnig þrír leikir í 1. deild karla í kvöld:
18:30 Hötur – Þór Akureyri
19:15 Breiðablik – ÍA
19:15 FSu- KFÍ



