spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaRán framið í Grafarvoginum

Rán framið í Grafarvoginum

Ír sigraði Fjölni í kvöld í 1. deild kvenna með 57 stigum gegn 51. Leikurinn bæði sá fyrsti sem að ÍR sigrar í vetur, sem og sá fyrsti sem Fjölnir tapar.

Ljóst var í upphafi leiks að erlendur leikmaður Fjölnis yrði ekki spilandi vegna meiðsla, ásamt því var Anika Lind borgaralega klædd, með því sögðu var meðalhæð Fjölnis lægri en vanalega. Leikurinn byrjaði samt af miklu krafti frá heimakonum, þær komust 16 stigum yfir áður en ÍR skorar sín fyrstu stig. Þrátt fyrir mikinn talanda og kröftuga vörn ÍR átti Fjölnir auðvelt með að koma sér að körfunni.

Fjölnir var með yfirhöndina allan fyrsta leikhlutann, þær spiluðu frábæran sóknarleik og var varnarleikurinn þeirra ekki síðri. ÍR átti það til að taka örar skiptingar til þess að finna út hvað virkaði best gegn sterku liði Fjölnis. Undir lok fyrsta leikhlutans skiptir ÍR Bylgju Sif inná, mætti segja að það hafi breytt leiknum algjörlega. Bylgja átti þátt í fyrstu 5 stigum ÍR og mætti með hörku baráttu í vörnina. Hún var óhrædd að skutla sér á eftir öllum lausum boltum, var líklegast í öllum fráköstum og fyrir utan það kom hún með mikla yfirvegun inn í ÍR liðið. (16:6)

Í öðrum leikhluta fór ÍR að pressa fullan völl og duttu aftur í 2-3 svæðisvörn sem virtist virka ágætlega fyrir þær. Þær komu Fjölniskonum úr jafnvægi og mátti sjá skjálfta í heimakonum. ÍR voru farnar að stíga betur út og ennþá með hörku baráttu í vörninni sinni. Um miðjan annan leikhluta gerir ÍR miklar breytingar á sínu liði sem endar ekki betur en svo að þær missa Fjölni aftur 10 stigum frá sér. Fjölnir ákveður að pressa síðust tvær mínútur af öðrum leikhluta og virkaði það ágætlega þar sem að ÍR var mikið að tapa boltanum rétt fyrir hálfleik. (26:20)

Þriðji leikhluti var heldur óspennandi, hvorugt liðanna skoruðu fyrr en um miðjan leikhlutann, mætti segja að það líflegasta við þriðja leikhlutann var bekkurinn hjá ÍR. Bekkurinn hjá ÍR á hrós skilið, þær tala allan tímann, fagna með sínum leikmönnum og mætti klárlega segja að bekkurinn hjá ÍR sé sjötti maður liðsins.

Undir lok leikhlutans var Bylgju Sif skipt aftur inn á, það sást gífurlegur munur á liðinu um leið, hún byrjar líka fyrstu sóknina sína á að gefa stoðsendingu, en sú kona. Bylgja Sif var lykilleikmaður ÍR í þessu leik. Það sama má segja um Fanndísi, hún steig upp fyrir Fjölniskonur þegar þær þurftu á henni að halda, hún átti magnaðar syrpur bæði í þriðja og fjórða leikhluta. (36:31)

Í fjórða leikhluta kom ÍR sér yfir í fyrsta sinn í leiknum, ljóst var að mikil spenna myndi ríkja í fjórða leikhlutanum. Liðin skiptust mikið á foryrstu á fyrstu mínútum leikhlutans. Það var mikið um hörku á vellinum og áður en nokkur gerði sér grein fyrir voru ÍR-ingar komnir 9 stigum yfir. Fanndís og Heiðrún voru samt ekki á sama máli og ÍR og voru þær áberandi á loka mínútunum fyrir Fjölni.

Það var einmitt Heiðrún sem kom muninum aftur niður í þrjú stig. Fjölnir hefði geta jafnað leikinn eftir leikhlé þar sem þau skrifuðu upp gott leikkerfi fyrir Margréti Ósk, þar sem hún átti að setja niður þrist, en birtist þá engin önnur en Bylgja Sif sem blokkar skotið hennar Margrétar og kemur í veg fyrir að Fjölnir nái að jafna.

Fjölnir brýtur þá á ÍR og þær setja aðeins annað vítið, er því munurinn aðeins fjögur stig og átti því Fjölnir enn bullandi tækifæri á að koma sér aftur yfir í þessum leik. En því miður klúðra þær næstu sókn og brjóta að auki, var því ljóst að ÍR myndi kveðja Grafarvoginn með sigur. Loka staða leiksins var 51:57 fyrir ÍR-ingum.

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Regína Ösp

Fréttir
- Auglýsing -