spot_img
HomeFréttirRak alla leikmennina af æfingu

Rak alla leikmennina af æfingu

12:00

{mosimage}

Isaiah Thomas 

Spennan í kring um Isiah Thomas þjálfara New York er gríðarlega þessa dagana og margir spá því að hann verði rekinn á næstu dögum. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð og Thomas rak alla leikmenn liðsins út af æfingu í gær því honum þótti þeir ekki vera að leggja sig fram.

"Þetta er eins og sirkus og ástandið versnar með hverjum deginum," sagði heimildamaður New York Daily News. New York tekur á móti Golden State í nótt og sækir svo Detroit heim í næsta leik.

Leikurinn í Madison Square Garden verður fyrsti leikur liðsins á heimavelli síðan leikstjórnandinn Stephon Marbury lenti í útistöðum við þjálfara sinn og strauk frá liðinu í sólarhring.

Þeir Thomas og Marbury fá væntanlega að heyra vænan kór af bauli í kvöld, en New York hefur aðeins unnið 6 af 28 leikjum sínum síðan félagið framlengdi samning Thomas í mars sl. fyrir allt að 24 milljónir dollara.  

www.visir.is 

Mynd: www.newsday.com

 

Fréttir
- Auglýsing -