spot_img
HomeFréttirRagnheiður og Eckerd Tritons hefja leik á föstudag

Ragnheiður og Eckerd Tritons hefja leik á föstudag

Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons hefja leik í Marsfári annarar deildar bandaríska háskólaboltans komandi föstudag. Í fyrsta leik mæta þær Nova Southeastern.

Ragnheiður og Eckerd hafa átt stórgott tímabil í annarri deildinni þar sem liðið hefur verið á top 25 lista deildarinnar allt tímabilið. Því er gert ráð fyrir að þær fari ansi langt í þessari lokaúrslitakeppni annarar deildarinnar.

Ragnheiður sem er á sínu öðru ári með Eckerd hefur skilað stóru hlutverki fyrir liðið á tímabilinu, verið með 8 stig og 4 stoðsendingar á 23 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -