21:04
Breiðablik var með glæsilega beina útsendingu frá leik Blika og Hamars í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið myndi halda sæti sínu í Iceland Exrepss deild kvenna og það voru Hamarskonur sem fórum með góðan 57-85 sigur af hólmi en fjöldi manns lagði leið sína í Smárann og fylgdist með rimmu liðanna. Þeir Eggert Baldvinsson og Andri Þór Kristinsson lýstu leiknum í beinni útsendingu og náðu tali af Ragnheiði Magnúsdóttur í leikslok og var hún að vonum kampakát.
,,Þetta er búið að vera okkar markmið í allan vetur og tilfinningin er ólýsanleg og markmið okkar loksins í höfn,” sagði Ragnheiður eftir leikinn í viðtali við Andra Þór í beinni útsendingu á Vefsjónvarpi Blika. ,,Við stefndum að þessu og nú er þetta í höfn, við héldum haus og náðum að landa sigri. Þegar við náum saman eins og í kvöld erum við góðar,” sagði Ragnheiður að lokum.