Miðherjinn Ragnar Á. Nathanaelsson er stærsti maður vallarins í dag þegar Ísland og Þýskaland hefja leik í B-riðli á EuroBasket í Berlín. Ragnar sem er 218 cm er tveimur sentimetrum hærri en Tibor Pleiss miðherji Þjóðverja.
Þjóðverjar vinna þó sentimetrakeppnina því þeir tefla fram sjö leikmönnum sem eru 200 sentimetrar eða hærri en Ísland er aðeins með þrjá slíka í sínum ranni en það eru áðurnefndur Ragnar svo Hlynur Bæringsson (200) og Pavel Ermolinski (202).
Mynd/ [email protected] – Ragnar í upphitun í Mercedes Bens Arena.



