spot_img
HomeFréttirRagnar samdi við uppeldisfélagið

Ragnar samdi við uppeldisfélagið

Ragnar Helgi Friðriksson er mættur aftur í Njarðvíkurbúning eftir veru sína hjá Þór Akureyri. Leikstjórnandinn öflugi var með 6,5 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Þór síðasta timabil. Þetta kemur fram á heimasíðu KKD UMFN.

Á heimasíðu Njarðvíkinga segir einnig:

Þá hafa þeir Jón Arnór Sverrisson og Snjólfur Marel Stefánsson framlengt samningum sínum við Njarðvík en Jón Arnór var með 3,4 stig, 2,8 fráköst og 2,5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Snjólfur glímdi við meiðsli hluta af síðustu leiktíð en kom sterkur inn á lokametrum deildarkeppninnar en Snjólfur var með 3,5 stig og 4,4 fráköst að meðaltali í leik í þeim 17 leikjum sem hann lék fyrir félagið.

Brynjar Þór Guðnason samdi svo við félagið á nýjan leik eftir veru sína hjá Reyni Sandgerði.

Mynd/ Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari ásamt þeim Ragnari Helga, Jóni Arnóri, Snjólfi og Brynjari Þór.

Fréttir
- Auglýsing -