spot_img
HomeFréttirRagnar Helgi til liðs við Þór Akureyri

Ragnar Helgi til liðs við Þór Akureyri

Ragnar Helgi Friðriksson hefur samið við Þór Akureyri í 1. deild karla en heimasíða Þórs greindi frá þessu áðan. Ragnar Helgi segir ekki alfarið skilið við uppeldisklúbbinn sinn Njarðvík því hann fer til Þórs á venslasamning. Ragnar er einn af efnilegri leikstjórnendum landsins og heldur nú norður í land í 1. deildina. 

Á heimasíðu Þórs segir:

"Ragnar er mikill hvalreki fyrir okkur. Hann er einn allra efnilegasti leikstjórnandi landsins. Þetta kom óvænt upp og er búið að gerast hratt. Þegar okkur bauðst að fá Ragnar á venslasamning vorum við snöggir að taka honum fagnandi. Hann er ekki bara gríðarlegt efni heldur er hann sterkur andlega og mun smita góðu viðhorfi inn í okkar sterka hóp. Ég hef spilað gegn honum í yngri flokkunum og lengi verið mjög hrifinn af honum sem leikmanni og er viss um að hann mun halda áfram að vaxa og dafna hjá okkur á Akureyri. Hann kemur úr frábæru yngri flokka prógrammi í Njarðvík og er því vel skólaður til af mönnum eins og Einari Árna og Friðrik Inga og fleiri topp þjálfurum." Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

Fréttin á heimasíðu Þórs
 

Fréttir
- Auglýsing -