Hinn 218 cm hái miðherji, Ragnar Á. Nathanaelsson heldur nú yfir lækinn og mun leika með Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla á næstu leíktíð. Ragnar er Hamarsmaður að upplagi og var með 9,1 stig og 11,8 fráköst með Hamri í 1. deild á síðustu leiktíð.
Ragnar hefur leikið í Hveragerði upp alla yngri flokka og einnig í sameiginlegu liði Hamars og Þórs í drengja- og unglingaflokki. Ragnar er að fara á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg með A- landsliði Íslands á morgun.
Mynd/ Þór Þorlákshöfn – Ragnar kominn í Þórsbúninginn.



