spot_img
HomeFréttirRagnar Gylfason: Þetta er skot eins og annað

Ragnar Gylfason: Þetta er skot eins og annað

17:30

{mosimage}

Ragnar Gylfason stóð sig mjög vel í gærkvöldi í fyrsta leik Vals og Ármanns og skoraði hann síðustu körfu Vals – þriggja stiga körfu sem reyndist vera sigurkarfa Valsara og í heildina var hann með 16 stig. En þrátt fyrir góðan sigur Valsara var Ragnar ekki alveg sáttur með spilamennskuna hjá sínu liði.

 

,,Ég myndi nú ekki segja að ég væri ánægður með leikinn, við hægðum allt of mikið á leiknum í svæðinu og vorum svo staðir og fengum eiginlega ekki neitt í 5-6 mínútur, þetta voru bara þristar sem við vorum að setja. Þetta var mjög slappt, við vinnum upp gott forskot í fyrri hálfleik og svo glutrum við því niður, það er eitthvað sem við verðum að bæta.”

 

Þú varst að setja niður góð skot á seinustu mínútunum, varstu viss um að þetta færi ofan í?

,,Þetta er skot eins og annað, maður verður bara að skjóta í lokinn.”

 

Á að klára þetta á laugardaginn?

,,Já, við verðum að gera það”

 

Hverir mætast þá í úrslitaviðureigninni?

,,Það verður FSu, ég sé ekki Haukana stoppa þá.”

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

 

Mynd: www.valur.is

 

Fréttir
- Auglýsing -