spot_img
HomeFréttirRagnar Gylfason leggur skóna á hillun

Ragnar Gylfason leggur skóna á hillun

7:00

{mosimage}

Valsmenn verða fyrir töluverðum missi fyrir átökin í 1. deild í vetur en Ragnar Gylfason mun ekki leika með liðinu í vetur en hann er á leið til Danmerkur í nám.

Ragnar staðfesti þetta í samtali við karfan.is og sagði jafnframt að hann ætlaði að nota tækifærið til að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég er búinn að vera meiddur núna meira og minna í 3 ár og held að það sé kominn tími til að hætta þessu, allavega í bili”.

Ragnar er á leið til Danmerkur í framhaldsnám og aðspurður um hvort hann ætlaði ekki að sprika eitthvað þar sagði hann að það yrði þá í mesta lagi dútl tvisvar í viku þar sem hnéin þola ekki meira.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -