spot_img
HomeFréttirRagnar eftir 50 leiki fyrir Ísland

Ragnar eftir 50 leiki fyrir Ísland

Íslenska karlalandsliðið mætir Lúxemborg á morgun kl. 15:00 í síðasta leik sínum í forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Leikið er í sóttvarnarbúbblu FIBA í Pristina í Kósovó, en með sigri í fyrri leiknum gegn Slóvakíu tryggði liðið sér sigur í riðlinum.

Sigurinn gegn Slóvakíu var því einkar mikilvægur fyrir liðið, en hann var einnig mikilvægur fyrir þær sakir að í honum lék miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sinn 50. leik fyrir Íslands hönd, en fyrsti leikur hans var á Smáþjóðaleikunum árið 2013.

Fréttaritari Körfunnar í Pristina heyrði í Ragnari og spurði hann út í sigurinn á Slóvakíu, viðureignina gegn Lúxemborg á morgun og leikina 50 fyrir Ísland.

Fréttir
- Auglýsing -