spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaRagnar Ágúst og Björn Ásgeir framlengja við Hamar

Ragnar Ágúst og Björn Ásgeir framlengja við Hamar

Hamarsmenn hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu Ragnars Ágústs Nathanaelssonar og Björns Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Ragnar og Björn eru báðir uppaldir hjá Hamri og voru lykilmenn þegar liðið tryggði sér þátttökurétt í Subway deildinni eftir úrslitakeppni 1. deildar. Báðir skoruðu þeir rúmlega 14 stig að meðaltali í leik, og Ragnar var þar að auki með 15 fráköst og 3 varin skot að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -