spot_img
HomeFréttirRagnar áfram hjá Val

Ragnar áfram hjá Val

{mosimage}

 

 

(Ragnar í bikarleik gegn sínum gömlu félögum í Skallagrím á síðustu leiktíð) 

 

Valsmenn ætla sér mikla hluti í 1. deildinni á næstu leiktíð sem er rétt handan við hornið. Ragnar Steinsson hefur gefið það út að hann ætli að vera áfram með Valsmönnum en Ragnar er einn af burðarásum Valsara og því mikilvægt fyrir liðið að hafa hann áfram innan sinna raða. Ragnar var með um 20 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

 

Kjartan Orri Sigurðsson og Hjörtur Þór Hjartason hafa ákveðið að leika með Val í vetur eftir smá hlé. Kjartan Orri lék síðast með Val 2005 og var með rúm 12 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik. Hjörtur lék síðast með Val árið 2003 þar sem hann var með 3 varin skot og 6 fráköst að meðaltali í efstu deild.

 

 www.valur.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -