Kvennalandslið Íslands heldur á morgun til Ungverjalands þar sem liðið hefur göngu sína í forkeppni EuroBasket 2017. Mikið mun mæða á miðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur en Ungverjar eru með hávaxið lið. Til allrar hamingju finnst Rögnu Margréti gaman að slást í námunda við teiginn svo hún er hvergi bangin. Ísland og Ungverjaland mætast næsta laugardag í Miskolc kl. 20:15 að staðartíma eða kl. 19:15 að íslenskum tíma.
Karfan TV ræddi við Rögnu Margréti á landsliðsæfingu í DHL-Höllinni í gær.
Öll leikjadagskrá Íslands í forkeppninni







