Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er íþróttakona Hauka árið 2010 en Haukar völdu íþróttafólk ársins á gamlársdag. Þá var handboltamaðurinn Freyr Brynjarsson valinn íþróttamaður Hauka 2010.
Haukakonur eru í 4. sæti Iceland Express deildar kvenna þar sem Ragna leiðir liðið í fráköstum með 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Þá hefur hún gert 9,8 stig að meðaltali í leik þetta tímabilið.
Mynd/ Ragna Margrét ásamt Ágústi Sindra Karlssyni formanni Hauka og nöfnunum Frey Brynjarssyni og Sverrissyni en sá síðarnefndi er knattspyrnuþjálfari og var valinn þjálfari ársins hjá Haukum.