spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaRaggi og Austin farnir frá Val

Raggi og Austin farnir frá Val

Vorhreingerningin er hafin hjá Val sem fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla.

Í gær var tilkynnt að Ragnar Nathanealsson og Austin Magnús Bracey yrðu ekki áfram innan raða Hlíðarendadrengja. Þeim var þakkað fyrir sitt framlag á Facebook síðu Vals í gær.

Ragnar hefur leikið með Val síðustu tvö tímabil en hann lék þar áður með Njarðvík, Þór Þ, Hamri auk tímabila á Spáni og á Svíþjóð. Austin kom til Vals árið 2016 á ný en hann hafði leikið með liðinu einnig 2012. Hann hefur verið í stóru hlutverki í liði Vals síðustu ár og þeir báðir.

Finnur Freyr Stefánsson tók við liði Vals á dögunum og ljóst að hann ætlar sér að búa til sterkt lið í Origo höllinni. Þeir Austin og Ragnar eru öflugir leikmenn og verða án efa eftirsóttir bitar á leikmannamarkaðnum í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -