spot_img
HomeFréttirRaggi heldur í stríðsfenginn

Raggi heldur í stríðsfenginn

Bindi og það vel úr garði gert var skilið eftir í Icelandic Glacial Höllinni í gærkvöldi eftir viðureign Þórs og KR. Fannst það aftan við KR bekkinn og sigurreifur Ragnar, faðir Baldurs og Þorsteins, leikmanna Þórs veifaði stríðsfengnum fyrir myndavélina okkar.
 
Ragnar er mikill höfðingi og ætlaði að taka bindið í tímabundna vörslu eða þangað til í leik fjögur er komið og þá getur eigandinn vitjað þess. Fram að fjórða leik munu Þórsarar fara með flíkina líkt og stríðsfeng í minningu um stóran og góðan sigur en svo láta hana af hendi óski eigandinn þess. 
Fréttir
- Auglýsing -