spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaRafmagnaðar lokamínútur í Þórssigri

Rafmagnaðar lokamínútur í Þórssigri

Þór tók á móti Snæfelli í fyrsta leik liðanna í  undanúrslitarimmu 1. deildar kvenna í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.

Það voru gestirnir sem hófu leikinn mun betur með þéttri vörn sem Þórsstúlkur áttu í mesta basli með. Þannig héldu gestirnir Þór í örlítilli fjarlægð og leiddu eftir fyrsta leikhlutann með þremur stigum 13:16.

Snæfell hóf annan leikhlutann mjög vel og  um miðbik leikhlutans var forskot gestanna 10 stig 19:29. Þá tóku Þórsstúlkur við sér og skoruðu 12:5 og staðan í hálfleik 31:34.

Í fyrri hálfleik var Maddie stigahæst hjá Þór með 13 stig og Heiða Hlín 11. Í liði gestanna var Preslava stigahæst með 15 stig og Cheah með 9. Þegar þarna var komið við sögu var Cheah komin með 4 villur.

Snæfell var sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og leiddu hann með allt að níu stiga mun. En af og til kom Þór muninum niður í 3-4 stig en jafn harðan bættu gestirnir við og leiddu með sjö stigum þegar fjórði leikhlutinn hófst 53:60.

Fram að þessu hafði jafnan verið mun meira jafnvægi í leik gestanna sem höfðu fram að þessu oftar en ekki haft forystu í leiknum og það verðskuldað. En Þórsarar voru svo sannarlega ekki búnir að leggja árar í bát eins og kom á daginn undir lok leiksins.

Þegar 30 sekúndur voru til leiksloka leidd Þór með einu stigi 77:76 og Ylenia kom gestunum aftur yfir 77:78 og 20 sekúndur eftir og Daníel tekur leikhlé. Tíu sekúndum fyrir leikslok varði Rebekka Rán skot frá Evu og Þór átti boltann. Þegar sjö sekúndur voru eftir að leiktímanum fór Tuba upp í þrist sem ratað rétta leið og Þór tveimur stigum yfir 80:78. Preslava Koleva reyndi þriggja stiga skot sem geigaði og Þór fagnaði tveggja stiga sigri og leiðir einvígið 1:0.

Í raun má segja að það hafi  verið tveir leikmenn, einn og hvoru hafi stolið senunni  í síðari hálfleiknum. Hjá Þór hafði Hrefna ekki skorað eitt einasta stig í fyrri hálfleik og Minea aðeins 2 stig. Hrefna skoraði í þeim síðari 25 stig og þar af skoraði hún 7 þriggja stiga körfur í ellefu tilraunum. Minea bætti 17 stigum við í þeim síðari.   

Leikurinn í dag var hin besta skemmtun og stemningin meðal áhorfenda sem voru liðlega 170 var með ólíkindum. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir þá skemmtun sem boðið var uppá í dag. Gestirnir hafa án efa verið svekktir að missa tökin á leiknum undir lokin en Þórsarar sýndu mikinn karakter undir lokinn og sigurinn þótti tæpur hafi verið var sérlega sætur.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 13:16 / 18:18 (31:34) 22:26 / 27:18 = 80:71

Framlag leikmanna Þórs: Hrefna Ottósdóttir 25/7/3, Maddei Sutton 24/12/7, Heiða Hlín 16/2/2, Tuba Poyraz 5/0/0, Karen Lind Helgadóttir 5/1/1, Eva Wium Elíasdóttir 5/9/10, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 0/4/4, Rut Herner Konráðsdóttir 0/4/1

Framlag leikmanna Snæfells: Cheah Rael 20/13/1,Minea Ann-Kristin 19/6/3, Preslava Koleva 17/6/1, Ylenia Maria Bonett 10/6/6, Rebekka Rán Karlsdóttir 10/2/5, Dagný Inga Magnúsdóttir 2/0/1. 

Liðin eigast svo við í næsta leik næstkomandi þriðjudag 28. Mars í Stykkishólmi og hefst sú viðureign klukkan 19:15.

Nánari tölfræði

Myndasafn (Palli Jóh)

Fréttir
- Auglýsing -