Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki öruggur með að geta teflt fram bandaríska leikstjórnandanum Sean Burton sem tognaði illa í oddaleiknum á móti KR. Ingi Þór var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar.
„Sean Burton er ekki búinn að æfa neitt síðan í oddaleiknum á móti KR. Við ætlum að reyna að lappa upp á hann í dag og það verður allt reynt til þess að hann verði með. Það ræðst samt ekki fyrr en í upphitunni hvort hann verði með eða ekki," sagði Ingi Þór.



