spot_img
HomeFréttirRæða formanns KKÍ við kynningu Subway deildanna "Munum að alltaf, allstaðar erum...

Ræða formanns KKÍ við kynningu Subway deildanna “Munum að alltaf, allstaðar erum við öll fyrirmyndir”

Árlegur kynningarfundur efstu deilda var haldinn í hádeginu í gær á Grand Hótel í Reykjavík. Við tilefnið ávarpaði formaður KKÍ Hannes Jónsson fundinn.

Í ræðu sinni fór formaðurinn yfir tilurð nýs samstarfs sambandsins og Subway, sem er nýr ssamstarfsaðili körfubolta á Íslandi, en í henni beinir hann einnig athygli að dómurum. Bæði þeim tilmælum til félaga að hvetja fleiri til þess að skrá sig til leiks sem slíka, en einnig þeirra er koma að leiknum og hvernig einhverjir leyfi sér að koma fram við þá.

Segir hann meðal annars:

“Öll erum við mannleg og gerum mistök, hvort sem það eru dómarar, þjálfarar, leikmenn, stjórnarmenn félaga og aðrir. Sú ljóta framkoma, sem því miður er of mikið talin í lagi gagnvart meðal annars dómurum vinnur gegn því göfuga markmiði að fjölga þátttakendum, og þar með dómurum leiksins fagra. Munum að alltaf, allstaðar erum við öll fyrirmyndir”

Ræðuna má í heild lesa hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -